Bóka núna!
Toggle Mobile

Stjörnuskoðun í Hálendismiðstöðinni

Á heiðskírum kvöldum getur stjörnuáhugafólk séð stjörnuhiminninn blasa við og einnig  er hægt að sjá norðurljós ef heppnin er með okkur.
Næturhiminninn við Hálendismiðstöðina er einstaklega fagur. Stjörnumerkin sjást greinilega með berum augum og með hjálp sjónauka er hægt að sjá Vetrarbrautina, skoða gígi á tunglinu og sjá fylgitungl Júpíters. Með heppni er einnig hægt að sjá fjarlægar vetrarbrautir.
Stjörnuskoðun við Hálendismiðstöðina er einnig kjörið tækifæri fyrir ljósmyndara að æfa sig í næturmyndatöku.