Bóka núna!
Toggle Mobile

Bókaðu núna!

Hálendismiðstöðin í samvinnu við Veiðifélag Holtamannaafréttar
selur veiðileyfi í eftirfarandi vötn:
 
Þórisvatn – Kvíslarveitu – Fellsendavatn – Sporðöldulón
 
Verð fyrir veiðileyfi (ein stöng) í heilan dag er kr 5500.-
Veiðileyfi fyrir heilan dag gildir frá 07:00 til 23:00.
 
Verð fyrir veiðileyfi (ein stöng) í hálfan dag er kr 3500.-
Veiðileyfi fyrir hálfan dag gildir annað hvort frá frá 07:00 til 14:00 eða frá 16:00 – 23:00
 
Frítt fyrir 12 ára og yngri (ein stöng)
Leyfilegt agn: Fluga, beita og spúnn.
 
Þessi svæði eru miklar náttúruperlur og eru veiðimenn sérstaklega hvattir til að ganga
vel um umhverfið, aka ekki utan slóða og skilja ekki sorp eftir sig.
Veiðimenn eru hvattir til að skila veiðiskýrslum og færa afla í veiðibók.
Veiðiþjófnaður verður kærður til lögreglu og hefur veiðieftirlit verið hert til muna.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 487-7782 eða á netfanginu thehighlandcenter@hrauneyjar.is