Bóka núna!
Toggle Mobile

Hótel Rangá

Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótel er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.

Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel, útbúið öllum helstu þægindum til að fullkomna dvölina. Á Hótel Rangá eru 51 herbergi, þar af sjö fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, 2 börum og 2 ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slappa þar af um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá, ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar að þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu meira afslappandi með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.

Til gamans má geta þess að í andyri hótelsins er þriggja metra hár hvítabjörn sem nefnist Hrammur og býður gesti velkomna á Hótel Rangá. Það er okkar markmið að veita bæði metnaðarfulla og persónulega þjónustu og við reynum eftir fremsta megni að uppfylla þarfir og óskir allra viðskiptavina okkar og gera þannig dvölina eins ánægjulega og frekast er unnt. Hótelið er reyklaust og er opið allt árið.

www.hotelranga.is