Staðsetning og kort
Akstursleiðbeiningar frá Reykjavík:
Akið þjóðveg 1 í austur frá Reykjavík. Farið gegnum Selfoss.
Um 15 km fyrir austan Selfoss er beygt til vinstri inn á veg nr. 30.
Akið 17 km og beygið til hægri inn á veg nr. 32 og akið hann í norður þar til komið er að vegi nr. 26. Akið hann þar til Hálendismiðstöðin blasir við hægra megin við veginn.
GPS hnitin okkar eru 64°11´47.20“ N og 19°15´55.90“ W.
Akstursleiðbeiningar frá Keflavík.
Akið þjóðveg 41 til Reykjavíkur og farið eftir merkjum sem vísa að þjóðvegi 1. Akið hann í austur (sjá fyrir ofan).
Vegalengdir og aksturstími:
- Keflavíkurflugvöllur: 190 km í norðaustur - aksturtími um 150 mínútur.
- Reykjavík: 150 km í austur -aksturstími um 120 mínútur.
Samgöngur:
- Hótelið er vel aðgengilegt allt árið eftir malbikuðum vegi.
- Við mælum með að þið komið á eigin bíl eða bílaleigubíl.
- Mælt er með því að gestir að vetrarlagi séu á fjórhjóladrifnum bíl.