Gisting
Hálendismiðstöðin býður fjölbreytta gistingu fyrir ferðamenn og hópa. Í boði eru tvær herbergistegundir, annars vegar lítil herbergi með sérbaði sem og nýju standard herbergin sem bjóða upp á meira pláss og þægindi.
Allur aðbúnaður gesta er sniðinn með þægindi að leiðarljósi.
Vinsamlega hafið samband við starfsfólk hótelsins til að fá upplýsingar um verð á gistingu.
thehighlandcenter@thehighlandcenter.is
Sími: 487 7782
-
Standard þriggja manna
Eins og í tveggja manna herbergjunum fylgir rúmgóð snyrting með sturtuklefa, baðsloppar, inniskór, rúmföt, skrifborð og gott útsýni.
-
Standard tveggja manna
Nýuppgerð herbergi Hálendismiðstöðvarinnar eru frábær gistiaðstaða fyrir ferðamenn sem vilja aukin þægindi.
-
Lítil tveggja manna herbergi
Litlu hjónaherbergin okkar henta vel fyrir einstaklinga sem vilja ferðast ódýrt og bjóða upp á einfalda, snyrtilega og þægilega gistingu.