Um okkur

Um okkur

Hálendismiðstöðin er samastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Starfsfólk okkar býr yfir þekkingu og þjónustulipurð og er til gestum til aðstoðar.

Í Hálendismiðstöðinni færðu gistingu, góðan mat og fjölbreytta afþreyingu í formi útivistar, ferða og ævintýra.

Hálendið

Hálendismiðstöðin er miðdepill fjölbreyttra ferða og þaðan er stutt í marga af fegurstu perlum hálendisins, eins og Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak.

Hálendismiðstöðin er tilvalin bækistöð fyrir heimsókn á hálendi Íslands. Þægileg gisting, heimagerður matur og vingjarnlegt starfsfólk tryggir þér sæluvist í einstakri náttúrufegurð.

Staðsetning

Akstursleiðbeiningar frá Reykjavík: Akið þjóðveg 1 í austur frá Reykjavík. Farið gegnum Selfoss. Um 15 km austan við Selfoss er beygt til vinstri inn á veg nr. 30. Akið 17 km og beygið til hægri inn á veg nr. 32 og akið hann í norður þar til komið er að vegi nr. 26. Akið hann þar til Hálendismiðstöðin blasir við hægra megin við veginn.

Vegalengdir og aksturstími:

  • Keflavíkurflugvöllur: 190 km í norðaustur - aksturtími um 150 mínútur.
  • Reykjavík: 150 km í austur -aksturstími um 120 mínútur.

Samgöngur:

  • Hótelið er vel aðgengilegt allt árið eftir malbikuðum vegi.
  • Við mælum með því að gestir komi á eigin bíl eða bílaleigubíl.
  • Mælt er með því að gestir að vetrarlagi séu á fjórhjóladrifnum bíl.

Google Maps hlekkur

Veitingastaður

Veitingastaður Highland Center býður upp á vandaðan heimilismat í þægilegu og afslöppuðu umhverfi.