Norðurljós og stjörnuskoðun
Norðurljósin eru afar vinsæl hjá gestum okkar. Hálendismiðstöðin er vel staðsett með tilliti til norðurljósa og því lykilstaður fyrir ferðamenn sem vilja kynnast Íslandi og sjá Norðurljósin.
-1.jpg)
Norðurljós
Norðurljósin eða Aurora Borealis eru afar vinsæl hjá gestum okkar. Hálendismiðstöðin er afar vel staðsett til að sjá þau og því lykilstaður fyrir ferðamenn sem vilja kynnast Íslandi og sjá Norðurljósin.
Þar sem Hálendismiðstöðin er staðsett á afskekktu svæði er lítil truflun af ljósmengun yfir veturinn. Hér er hægt að sökkva sér í sveitasæluna og njóta góðra aðstæðna til að horfa á himinninn að kvöldlagi. Þó aldrei sé hægt að tryggja norðurljósasýn eru góðar líkur á að sjá þau ef gist er nokkrar nætur í röð á Hálendismiðstöðinni.
Engar öruggar langtímaspár eru fyrir norðurljós (samkvæmt okkar heimildum) og engin rannsókn hefur verið birt um hegðun norðurljósa eða birtingartíma þeirra. Þó má segja að eftir haustjafndægur og skömmu fyrir vorjafndægur séu tölfræðilega betri aðstæður til að sjá þau og meiri líkur á þeim.
Þrennt hefur áhrif á birtingu norðurljósa á Íslandi: Sólvindar, veðrið og tunglið. Tunglið kemur í veg fyrir að við sjáum daufar stjörnuþokur. Þó hafa sést glæsileg norðurljós við fullt tungl einkum þegar sólvindar eru mjög virkir. Helstu þættir sem hafa áhrif á birtingu norðurljósa eru sólin/sólblettir/sólgosavirkni og staðbundið veður (t.d. ský) sem ráða alfarið hvort norðurljós sjáist.

Stjörnuskoðun
Á heiðskírum kvöldum getur stjörnuáhugafólk séð stjörnuhiminninn blasa við og einnig er hægt að sjá norðurljós ef heppnin er með okkur.
Næturhiminninn við Hálendismiðstöðina er einstaklega fagur. Stjörnumerkin sjást greinilega með berum augum og með hjálp sjónauka er hægt að sjá Vetrarbrautina, skoða gígi á tunglinu og sjá fylgitungl Júpíters. Með heppni er einnig hægt að sjá fjarlægar vetrarbrautir.Stjörnuskoðun við Hálendismiðstöðina er einnig kjörið tækifæri fyrir ljósmyndara að æfa sig í næturmyndatöku.

.jpg)
